Thursday, May 15, 2008

Skemmtikraftur er fæddur

Handhafi mælir með því að ef fólk vill veltast um úr hlátri (eða hneykslun) þá mæli ég með þessari síðu: http://magnusthor.eyjan.is/ !!!!

Þessi maður er hinn nýi Laddi Íslands!! Úffff ég fæ bara krampakast og kjánhroll í mænuna við tilhugsunina um Magnús Þór og Jón Magnússon á trúnaðarskeiði!!!

Wednesday, April 23, 2008

Tóftamenn í skítnum

Boðið var upp á stórkostlega knattspyrnu í þriðju umferð formuludeildinni í Færeyjum. Margt óvænt gerðist eins við er að búast í þessari óviðjafnanlegu deild

Við byrjum íá Tóftum þar sem heimamenn í B68 fengu nágranna sína í NSÍ í heimsókn og til að gera langa sögu stutta þá sigraði NSÍ 2-0 í drepleiðinlegum leik, enda varla við öðru að búast hjá þessum liðum. NSÍ skoraði snemma eftir markmannsmistök og pökkuðu síðan í vörn og það var síðan hinn eitursnöggi Hjalgrím Elttör sem tryggði síðan sigur heimamanna seint í leiknum. B68 sakna eflaust Alberts Sævarssonar mikið þessa daganna enda er markmaður þeirra Tóftamanna ekki upp á mörg þorsksseyðin ef marka má orð heimamanna.
Í Gundadal áttust við stórveldið B36 og hið nýstofnaða lið Víkings í stórkostlegum leik. Reyndar þurftu B36arar að stilla upp nýrri miðju þar sem menn voru annaðhvort skaddir(meiddir) eða í leikbanni en það kom ekki að sök þar sem Bergur nokkor Midjörd fór á kostum á miðjunni og hinn nýkeypti útlendingur Patrick Sunday kom inná sem varamaður og tryggði sigur heimamanna.
Í Fuglafirði biðu menn spenntir ef leik ÍF og Skála enda um stórleik að ræða. Þrír Fuglfirðingar fóru til að mynda til Skála daginn fyrir leik og heimtuðu bardaga við alla Skálabúa. En svo við víkjum að leiknum þá var þetta eiginlega Dejá vú frá leik ÍF og Víkings og endaði leikurinn 1-0 fyrir heimamenn í Fuglafirði þar sem ógeðisbarnið hann Balazs Sinko skoraði sigurmarkið. En Þess ber að geta að meistari John Petersen þjálfari Skálamanni kom inná í seinni hálfleik og við vonum að sjá hann oftar á vellinum í sumar.
HB vann síðan KÍ í Klaksvík og B71 og EB-Streymur gerðu jafntefli á Sandi en það verður fjallað um þá leiki betur þegar handhafa berast betri fréttir
Njótið vel

Tuesday, April 15, 2008

Fuglfirðingar stimpla sig inn

Óvæntir hlutir gerast í Formuludeildinni í Færeyjum. Reyndar urðu engin óvænt úrslit í Gundadal í Þórshöfn þar sem B36 og NSÍ gerðu 1-1 jafnftefli í fyrsta leiknum í annari umferð, þó svo að flestir vilja meina að þetta hafi verið góð úrslit fyrir B36 þá er ég ekki sammála þó svo að NSÍ séu núverandi Færeyjameistarar og B36 búið að missa marga menn frá síðasta tímabili. Þessi leikur var háður á fimmtudegi en hinir á sunnudegi.
HB og B71 áttust við í Gundadal (HB og B36 eru með sama heimavöll) í blíðskaparveðri á sunnudeginum og ætluðu Sandeyingarnir (B71) að reyna að endurtaka leikinn frá því í fyrra þegar þeir unnu óvænt 0-3 en Því voru Jakúp á Borg og Hans á Lag stórvinir mínir ekki sammála og HB unnu sannfærandi 3-0. Reyndar var dæmt mark af B71 og þeir misstu síðan mann útaf en það skiptir ekki máli.
Á Skála urðu heldur betur óvænt úrslit þegar John Petersen og félagar í Skálaliðinu unnu Héðinn á Lakjunni og félaga í KÍ 2-1 eftir að hafa lent marki undir. Það hefur sennilega verið opnuð ein flaska af Veðrur eftir leik hjá John og félögum. Undir lok leiks gat erlendi sóknarmaðurinn Rodrigo hjá KÍ ekki leynt vonbrigðum sínum með lélegan leik þannig að hann reyndi að handrota einn varnarmann Skálaliðsins og fékk umsvifalaust rautt spjald fyrir vikið.
Á Eiði varð svo allt eftir bókinni þegar EB-Streymur vinna B68 sannfærandi 3-1 í frekar bragðdaufum leik þar sem Arnbjörn Hansen skoraði öll mörkin fyrir EB-Streym þannig að nú þurfa Tóftamenn(B68) að fara að reima á sig skóna ef þetta á ekki að verða of vandræðalegt ár fyrir þá.
Í Leirvík urðu svo óvænustu úrslitin í þessari umferð þar sem Fuglfirðingarnir unnu nágranna sína í Víkingi 1-0 í leik þar sem Víkingur var meira með boltann og voru óheppnir að skora ekki. Það var Frank Poulsen sem skoraði eina mark leiksins og þrátt fyrir að Víkingur hefði verið betra liðið þá fór ÍF heim með öll þrjú stigin!!


ÚRSLIT

B36 - NSÍ 1-1
HB - B71 3-0
EB Streymur -B68 3-0
Skála - KÍ 2-1
Víkingur - ÍF 0-1


STAÐAN


1. HB 6. stig
2. EB-Streymur 6
3. B36 4
4. NSÍ 4
5. Víkingur 3
6. ÍF 3
7. Skála 3
8. B71 0
9. B68 0
10. KÍ 0

Saturday, April 12, 2008

Guðmundur Guðjónsson

Eins og flestir vita, nema kannski Stuðmundur sjálfur þá er hann miklu betri varnarmaður en vængmaður! Það eru fáir sem standa honum snúning þegar kemur að hittni og skottækni eins og þetta myndband sýnir!!
http://youtube.com/watch?v=8l6BHKF4tL0&feature=bz303

Monday, March 31, 2008

Alvöru Sóknarknattspyrna

Þegar að það líður undir lok í deildum eins og á Englandi,Spáni og Ítalíu þá byrjar alvaran fyrst í einni af skemmtilegustu deild í Evrópu. Þá er ég ekki að tala um hörmungina hérna á Íslandi heldur er ég að tala um færeysku deldina!!
Mínir menn í B36 munu eiga erfitt sumar fyrir höndum enda búnir að missa marga sterka leikmenn. HB sem er einnig úr Þórshöfn munu án efa vera mjög sterkir í ár enda stýrir Hans á Lag stórvinur minn vörninni hjá þeim. Sigfríður Clementsen er núna orðinn þjálfari hjá E.B Streymur og þeir verða sennilega líka við toppinn enda er Sigfríður uppalinn í B36. Meistararnir í fyrra N.S.Í verða sterkir líka sem og K.Í sem hafa fengið Jakúp Mikkelsen aftur heim til Klaksvíkur!Gaman verður að fylgjast með nýja liðinu frá Götu, en G.Í og LÍF sem er frá Leirvík hafa sameinað liðin sín og núna heitir liðið Víkingur. Skála mun sennilega erfitt sumar fyrir höndum þó svo að John Petersen sé við stjórnvölinn hjá þeim. John spilaði tvö sumur á Íslandi með Leiftri. John einnig liðtækur í handbolta og fínn drykkjumaður. Svo eru það Fuglfirðingarnir í Í.F sem eru frægir fyrir að fara upp og niður um deildir og svo gæti B71 komið á óvart á heimavelli og B68 gætu gert einhverjum skráveifu

En spá handhafa er svohljóðandi

1.HB
2.N.S.Í
3.E.B Streymur
4.K.Í
5.B36
6.Víkingur
7.B71
8.Skála
9.B68
10.ÍF


Fyrsta umferðin er búin og urðu úrslitin svona.

B36 - ÍF 4-0
HB - Skála 8-1
NSÍ - B71 2-1
EB/Streymur - KÍ 4-0
Víkingur - B68 4-1


Njótið vel

Wednesday, March 26, 2008

Árni Mathiesen

Ég held að núna sé Mathiesenbróðirinn sem fékk ekki íþróttagenin sé gjörsamlega búinn að tapa sér í hrokanum!!!!!! http://visir.is/article/20080326/FRETTIR01/80326096

Sverrir Þór

Ég á vin sem heitir Sverrir og hann er voðalega spes svo ekki sé meira sagt!
Hann vinnur við það að skemmta fólki og nýjustu uppátæki hans eru eftirhermur. Strákurinn þykir bara standa sig nokkuð vel í þessu hlutverki eins og sjá má á þessu myndbandi http://www.youtube.com/watch?v=6E-Y-d58HIU

Ef einhver vill ráða hann getur sá hinn sami haft samband við mig!!!

Thursday, March 13, 2008

LOGI BERGMANN OG EGILL HELGASON

Ég hef horft á marga íslenska umræðuþætti en aldrei hef ég séð Egil Helgason skipta sér jafn mikið af umræðunni og verið jafn dónalegur og hann var við hann Loga greyjið!!!!
Það eina sem Logi reyndi að gera að mínu mati var að reyna að ná sambandi við sína gesti !!!En Egill sættir sig ekki við það eins og sjá má , Þó svo að hann hafi leift Loga að vera gáfumennið þetta kvöld þá sýnir þetta bara það að Egill er Athyglissjúkur...Dæmið sjálf! En þið verðið að horfa á allt myndbandið...http://www.youtube.com/watch?v=8Is3Z5q5o8U

Afhverju er Logi ekki grimmari?

Friday, March 7, 2008

Reykjavík

Merkilegt hvað kvenfólk verður skrítið bara við það eitt að búa í okkar ógeðishöfuðborg!!

Handhafi ákvað að fá sér kaffibolla með góðum vini á fimmtudagskveldi og leið okkar lá á kaffihús Kormáks og Skjaldar. Þar inni varð ung skellibjalla fyrir því óláni að verða boðið upp á kaffi. Þess ber að geta að þessi snót var ekki að erlendi bergi brotin og hún var ekki starfsmaður hjá Ásgeiri Davíðssyni. Litli saklausi utanbæjarmaðurinn ákveður loks að láta til skarar skríða og spyr snótina hvort hún það sé ekki erfitt fyrir hana að losa um hægðir vegna þess að bæði væri skítfallið hátt og latexbuxurnar hennar voru eins og spandexgalli á Jónínu Ben. Borgarsnótin hristi hausinn, svaraði ekki en sagðist þurfa að fara að senda sms og fór..........

Já þær kunna sig ekki þessar borgardömur

Wednesday, March 5, 2008

Svanur Magnús

Örninn settist klofvega yfir handriðið og hrækti niður af svölunum. Hann var með nokkra lausar skinnpjötlur á herðunum sem höfðu þau áhrif að hann hugsaði í sífellu um gamlar sagnir af næringarástandi franskra sjómanna við Íslandsmið. Handriðið sem hafði verið tímabundið og lauslega fest á svalirnar með brúnu teipi, sveiflaðist lítillega í golunni.
Staðsetning arnarins hafði slæm áhrif á verðbréfafulltrúa sem sat á gluggasillunni við svalahurðina. Honum varð ómótt og augu hans slepptu nokkrum bréfdúfum út í kremgult haustkvöldið. Staðsetning ránfuglsins sem var draplitaður að mestu fyrir utan ljósar skinnpjötlurnarnar á herðum hans hafði einnig slæm áhrif á brúnt teipið sem hélt handriðinu á tilætluðum stað.
Drottinn horfði á örninn og teipið ofnanúr nýtískulegri herþyrlu sinni, fékk sér í vörina og skipti um gír.
Verðbréfafulltrúinn sem var með fljótandi vax á handarbakinu stóð upp af gluggasillunni og lagðist flatur á magann á miðjar svalirnar. Lagði hendurnar niður með hliðunum, réttti úr hálsinum og hvíldi hökuna á svalagólfinu. Hann minnti örninn helst á japanskt flugskeyti sem hann hafði séð í spennandi heimildarþætti. Hins vegar minnti hann drottinn á að eitthvað hafði farið hræðilega úrskeiðis. Hann starði í smá stund á verðbréfafulltrúann, fékk síðan óstöðvandi ekkakast, steypti þyrlunni niður að jörðinni og stytti sér aldur í sannfærandi blossa.
Erninum sem var í þá mund að kveikja sér í tóbaki, varð hverft við sprenginguna, flaug af stað og linnti ekki fluginu fyrr en hann var kominn til Bíldudals. Þar fékk hann sér júmbósamloku og lindubuff og ákvað að hætta í ruglinu. Hann fékk vinnu sem húsvörður í grunnskólanum, settist að lokum að og rekur þar nú efnalaug/diskótek.
Verðbréfafulltrúinn liggur ennþá á maganum á svalagólfi einhverstaðar í Neðra-Breiðholti og er orðinn aumur í hökkunni

Monday, March 3, 2008

Tvíburaerjur

Ég rakst á þetta skemmtilega myndband á netinu og ef mér skjátlast ekki þá eru þetta tveir æskuvinir mínir úr Hnífsdal. Eins og sjá má þá eru þeir Kristján og Gísli ekki alltaf sammála.


http://www.youtube.com/watch?v=i38X8GA0wAY

Njótið vel