Tuesday, April 15, 2008

Fuglfirðingar stimpla sig inn

Óvæntir hlutir gerast í Formuludeildinni í Færeyjum. Reyndar urðu engin óvænt úrslit í Gundadal í Þórshöfn þar sem B36 og NSÍ gerðu 1-1 jafnftefli í fyrsta leiknum í annari umferð, þó svo að flestir vilja meina að þetta hafi verið góð úrslit fyrir B36 þá er ég ekki sammála þó svo að NSÍ séu núverandi Færeyjameistarar og B36 búið að missa marga menn frá síðasta tímabili. Þessi leikur var háður á fimmtudegi en hinir á sunnudegi.
HB og B71 áttust við í Gundadal (HB og B36 eru með sama heimavöll) í blíðskaparveðri á sunnudeginum og ætluðu Sandeyingarnir (B71) að reyna að endurtaka leikinn frá því í fyrra þegar þeir unnu óvænt 0-3 en Því voru Jakúp á Borg og Hans á Lag stórvinir mínir ekki sammála og HB unnu sannfærandi 3-0. Reyndar var dæmt mark af B71 og þeir misstu síðan mann útaf en það skiptir ekki máli.
Á Skála urðu heldur betur óvænt úrslit þegar John Petersen og félagar í Skálaliðinu unnu Héðinn á Lakjunni og félaga í KÍ 2-1 eftir að hafa lent marki undir. Það hefur sennilega verið opnuð ein flaska af Veðrur eftir leik hjá John og félögum. Undir lok leiks gat erlendi sóknarmaðurinn Rodrigo hjá KÍ ekki leynt vonbrigðum sínum með lélegan leik þannig að hann reyndi að handrota einn varnarmann Skálaliðsins og fékk umsvifalaust rautt spjald fyrir vikið.
Á Eiði varð svo allt eftir bókinni þegar EB-Streymur vinna B68 sannfærandi 3-1 í frekar bragðdaufum leik þar sem Arnbjörn Hansen skoraði öll mörkin fyrir EB-Streym þannig að nú þurfa Tóftamenn(B68) að fara að reima á sig skóna ef þetta á ekki að verða of vandræðalegt ár fyrir þá.
Í Leirvík urðu svo óvænustu úrslitin í þessari umferð þar sem Fuglfirðingarnir unnu nágranna sína í Víkingi 1-0 í leik þar sem Víkingur var meira með boltann og voru óheppnir að skora ekki. Það var Frank Poulsen sem skoraði eina mark leiksins og þrátt fyrir að Víkingur hefði verið betra liðið þá fór ÍF heim með öll þrjú stigin!!


ÚRSLIT

B36 - NSÍ 1-1
HB - B71 3-0
EB Streymur -B68 3-0
Skála - KÍ 2-1
Víkingur - ÍF 0-1


STAÐAN


1. HB 6. stig
2. EB-Streymur 6
3. B36 4
4. NSÍ 4
5. Víkingur 3
6. ÍF 3
7. Skála 3
8. B71 0
9. B68 0
10. KÍ 0

8 comments:

Anonymous said...

Það var laglegt. Áfram Fuglfirðingar! Sjötta sæti eftir tvær umferðir, alls ekki lélegt. Mínir menn stefna bara á að halda sæti sínu í deildinni og þessi þrjú stig eru gríðarlega mikilvæg í fallbaráttunni.

Anonymous said...

ég er hæstánægður með þessa umræðu um færeyska boltann. Með hvaða liði var nafni þinn hann Pétur Geir að spila með?

En Albert Sævarsson markvörður? Með hvaða liði spilaði hann þegar hann for í atvinnumennskuna í Færeyjum?

Anonymous said...

Pétur Geir spilaði með Skála og Albert Spilaði með B68 en við höldum að sjálfsögðu með B36!!!
Nema Háli hann er sannur Fuglfirðingur

Anonymous said...

Kvitt kvitt... hef ekki hundsvit á fótbolta né Færeyjum en mun pottþétt bæta þessu bloggi í bloggrúntinn til að reyna fræðast meira :-D

Anonymous said...

Kvitt kvitt....segi það sama og Thelma....fótbolti not my thing....en keep up the good work ;)

Anonymous said...

UU... þetta er Kristín sig....takk bless.

Anonymous said...

Var ekki spiluð umferð á sunnudaginn? Á ekkert að fjalla um hana? Hvað á þetta að þýða?

Anonymous said...

Það eru örlitlar sveiflur í þessu hjá fyrrum samherjum Péturs Geirs. Fá á sig átta mörk í fyrstu umferð og eitt í þeirri næstu! KJ