Wednesday, April 23, 2008

Tóftamenn í skítnum

Boðið var upp á stórkostlega knattspyrnu í þriðju umferð formuludeildinni í Færeyjum. Margt óvænt gerðist eins við er að búast í þessari óviðjafnanlegu deild

Við byrjum íá Tóftum þar sem heimamenn í B68 fengu nágranna sína í NSÍ í heimsókn og til að gera langa sögu stutta þá sigraði NSÍ 2-0 í drepleiðinlegum leik, enda varla við öðru að búast hjá þessum liðum. NSÍ skoraði snemma eftir markmannsmistök og pökkuðu síðan í vörn og það var síðan hinn eitursnöggi Hjalgrím Elttör sem tryggði síðan sigur heimamanna seint í leiknum. B68 sakna eflaust Alberts Sævarssonar mikið þessa daganna enda er markmaður þeirra Tóftamanna ekki upp á mörg þorsksseyðin ef marka má orð heimamanna.
Í Gundadal áttust við stórveldið B36 og hið nýstofnaða lið Víkings í stórkostlegum leik. Reyndar þurftu B36arar að stilla upp nýrri miðju þar sem menn voru annaðhvort skaddir(meiddir) eða í leikbanni en það kom ekki að sök þar sem Bergur nokkor Midjörd fór á kostum á miðjunni og hinn nýkeypti útlendingur Patrick Sunday kom inná sem varamaður og tryggði sigur heimamanna.
Í Fuglafirði biðu menn spenntir ef leik ÍF og Skála enda um stórleik að ræða. Þrír Fuglfirðingar fóru til að mynda til Skála daginn fyrir leik og heimtuðu bardaga við alla Skálabúa. En svo við víkjum að leiknum þá var þetta eiginlega Dejá vú frá leik ÍF og Víkings og endaði leikurinn 1-0 fyrir heimamenn í Fuglafirði þar sem ógeðisbarnið hann Balazs Sinko skoraði sigurmarkið. En Þess ber að geta að meistari John Petersen þjálfari Skálamanni kom inná í seinni hálfleik og við vonum að sjá hann oftar á vellinum í sumar.
HB vann síðan KÍ í Klaksvík og B71 og EB-Streymur gerðu jafntefli á Sandi en það verður fjallað um þá leiki betur þegar handhafa berast betri fréttir
Njótið vel

3 comments:

Anonymous said...

Fuglfirðingar eru óviðjafnanlegir meistarar í alla staði. Þetta var gott sálfræðitrikk hjá þeim að fara þrír saman til Skála og reyna að berjast. Þetta virkaði. Núna eru þeir komnir hálfa leið með að tryggja sig í deildinni. Áfram Fuglafjörður!!!

Anonymous said...

Þú vilt greinilega kæfa niður þessa umræðu Pétur út af afspyrnu góðu gengi Fuglfirðinga. Þeir unnu B71 3-1 um síðustu helgi og segir Dimmalætting að sigurinn hefði vel getað verið stærri.
Þeim var að vísu tortýmt í Rúnavík, en samt sem áður, 9 stig eftir 5 leiki er nú gríðarlega gott fyrir lið sem fyrirfram var gert ráð fyrir að yrði í bullandi fallbaráttu.
Pétur, þú spáðir þeim neðsta sæti. Má bjóða þér að endurskoða þá spá?

Anonymous said...

Það er frí í deildinni núna en næstu leikir verða ekki árennilegir fyrir átrúnaðargoðin þín úr Fuglafirði vegna leikbanna hálfs liðs ÍF
Ég stend við mína spá þeir munu falla en samt með reisn