Monday, March 31, 2008

Alvöru Sóknarknattspyrna

Þegar að það líður undir lok í deildum eins og á Englandi,Spáni og Ítalíu þá byrjar alvaran fyrst í einni af skemmtilegustu deild í Evrópu. Þá er ég ekki að tala um hörmungina hérna á Íslandi heldur er ég að tala um færeysku deldina!!
Mínir menn í B36 munu eiga erfitt sumar fyrir höndum enda búnir að missa marga sterka leikmenn. HB sem er einnig úr Þórshöfn munu án efa vera mjög sterkir í ár enda stýrir Hans á Lag stórvinur minn vörninni hjá þeim. Sigfríður Clementsen er núna orðinn þjálfari hjá E.B Streymur og þeir verða sennilega líka við toppinn enda er Sigfríður uppalinn í B36. Meistararnir í fyrra N.S.Í verða sterkir líka sem og K.Í sem hafa fengið Jakúp Mikkelsen aftur heim til Klaksvíkur!Gaman verður að fylgjast með nýja liðinu frá Götu, en G.Í og LÍF sem er frá Leirvík hafa sameinað liðin sín og núna heitir liðið Víkingur. Skála mun sennilega erfitt sumar fyrir höndum þó svo að John Petersen sé við stjórnvölinn hjá þeim. John spilaði tvö sumur á Íslandi með Leiftri. John einnig liðtækur í handbolta og fínn drykkjumaður. Svo eru það Fuglfirðingarnir í Í.F sem eru frægir fyrir að fara upp og niður um deildir og svo gæti B71 komið á óvart á heimavelli og B68 gætu gert einhverjum skráveifu

En spá handhafa er svohljóðandi

1.HB
2.N.S.Í
3.E.B Streymur
4.K.Í
5.B36
6.Víkingur
7.B71
8.Skála
9.B68
10.ÍF


Fyrsta umferðin er búin og urðu úrslitin svona.

B36 - ÍF 4-0
HB - Skála 8-1
NSÍ - B71 2-1
EB/Streymur - KÍ 4-0
Víkingur - B68 4-1


Njótið vel

2 comments:

Anonymous said...

John Petersen er ekki mikið að stressa sig á varnarleiknum !

Anonymous said...

Áfram Fuglfirðingar!!! Djöfull eru Færeyingar annars ófrumlegir í nafngiftum. B36, B71 og B68. Það mætti halda að einhver embættismaður í innanríkisráðuneytingu hefði nefnt þessi lið.